17 Mars 2011 12:00

Reykjanesbæ, 17. mars 2011.

Tilkynningar bárust til lögreglunnar á Suðurnesjum um að farið hafi verið inn í nokkrar bifreiðar í Reykjanesbæ  s.l. nótt.

Bifreiðarnar voru ólæstar í íbúðarhverfum og var gramsað í hirslum þeirra í leit að verðmætum.  Lögreglan á Suðurnesjum brýnir fyrir fólki að læsa bifreiðum sínum og geyma ekki verðmæta hluti í mannlausum bifreiðum.  Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn