15 Október 2002 12:00

Fljótlega var tveimur aðilanna sleppt, enda ekki taldir tengjast dreifingu fíkniefnanna. Hinum var haldið meðan yfirheyrslur og aðrar rannsóknaraðgerðir fóru fram. Við rannsóknina upplýstist að einn þremenninganna móttók 20 grömm af kannabisefnum þann 11. okt. sl. og dreifði megninu af því á norðanverðum Vestfjörðum. Öllum hinum handteknu hefur verið sleppt, en rannsókn málsins er ekki að fullu lokið.

Alls fundust rúm 5 grömm af kannabisefnum, áhöld sem talin eru hafa verið notuð bæði til fíkniefnaneyslu og dreifingu slíkra efna. Að auki var lagt hald á peningaseðla sem talir eru hafa verið andvirði seldra fíkniefna.

Við rannsókn málsins naut lögreglan á Ísafirði aðstoðar fíkniefnaleitarhundsins Nökkva og eiganda hans, lögregluvarðstjóra í Bolungarvík. Þá veitti lögreglan á Patreksfirði aðstoð við rannsókn málsins.