16 Október 2008 12:00

Tveir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. október í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á ætlaðri framleiðslu fíkniefna í Hafnarfirði. Þeir voru handteknir í morgun ásamt þriðja manninum en sá er nú laus úr haldi lögreglu. Fjórði maðurinn var svo handtekinn á Keflavíkurflugvelli síðdegis en hann hefur ekki enn verið yfirheyrður.

Meðfylgjandi eru þrjár myndir sem tengjast málinu en tvær þeirra voru teknar á vettvangi.