21 Apríl 2009 12:00

Þrír karlar voru í dag í Héraðsdómi Austurlands úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. maí. Mennirnir voru handteknir um borð í skútunni SIRTAKI á sunnudagskvöld en þrír aðrir karlar voru á sunnudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar sama máls. Um er að ræða innflutning á um 109 kílóum af fíkniefnum en efnin voru haldlögð á Austurlandi um síðustu helgi. Fimm mannanna eru íslenskir en sá sjötti er hollenskur. Það er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem fer með rannsókn málsins.