30 Nóvember 2009 12:00

Fíkniefni fundust við húsleit sem gerð var í Grafarholti á föstudag að undangengnum úrskurði frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Fíkniefnin sem talin eru vera um 100 grömm af kókaíni fundust við leitina. Þrír karlmenn búa í húsnæðinu en nokkuð hefur verið kvartað undan veisluhöldum á staðnum og ónæði.