28 September 2010 12:00

Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í Breiðholti á föstudag. Um var að ræða nokkur hundruð grömm af marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á stera og töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, var handtekinn í þágu rannsóknarinnar en hann hefur játað að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu og telst málið upplýst. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.

Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.