24 Október 2006 12:00
Þrjú fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík á síðasta sólarhring. Fjórir komu við sögu í því fyrsta um miðjan dag og tveir í því næsta í gærkvöld. Þá var farið í hús í borginni í nótt en í öllum málunum fundust ætluð fíkniefni. Í fyrrnefndu húsi var einnig lagt hald á tvo hnífa og kylfu.
Þá barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um skotvopn í vörslu ferðamanns í borginni. Brugðist var skjótt við en þegar að var gáð á dvalarstað mannsins reyndist um leikfangabyssa að ræða. Maðurinn var yfirheyrður en byssan var haldlögð.