21 Febrúar 2022 20:03

Fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn en þangað verða fluttir þeir sem eru í bílum sem eru fastir á Þrengslaveginum.   Gert er ráð fyrir að allt að 100 manns séu þar í bílum sínum og eru þeir beðnir að halda kyrru fyrir í bílunum þar til björgunarsveitir nálgast þá.

Fyrr í dag þurfti að flytja farþega í 70 manna rútu sem stöðvaðist í Hveradalabrekkunni í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun.