22 Maí 2025 11:15
Ný skýrsla heimferða- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra sýnir yfirlit yfir verkefni deildarinnar fyrir árið 2023 og 2024. Töluverðar breytingar urðu á verkefnum deildarinnar á haustmánuðum 2023 með gildistöku nýrra útlendingalaga og fjölgun varð í starfsmannahópnum. Fjöldi fylgda jókst á milli ára um 92% og fór úr 156 árið 2023 í 299 árið 2024. Þá er ákveðinn hópur fólks sem tryggja þarf að yfirgefi landið en þarfnast ekki fylgdar en sá hópur taldi 60 manns árið 2023 og 70 manns 2024.
Tegundir verkbeiðna
Flest þeirra sem fara í þvingaðri fylgd úr landi eru fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í þeim hópi fjölgaði um 86% á milli ára, 231 einstakling var fylgt úr landi árið 2024 en 124 árið á undan. Fjölgunin var þó umtalsvert meiri í hópi fólks sem dvelur á landinu í ólögmætri dvöl eða 133% aukning milli ára, þar sem 36 einstaklingum varfylgt árið 2023 og 84 árið 2024.
Uppruni og áfangastaður
Ríkisfang og áfangastaður þess sem fer í þvingaðri fylgd er oft ekki sá sami. Skýrist það einna helst af því að viðkomandi hefur rétt til dvalar á öðrum stað eða annað Evrópuríki ber ábyrgð á afgreiðslu umsóknar um vernd.
Hér smá yfirlit yfir verkefni deildarinnar.
————————————————–
Nánari upplýsingar veitir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, í síma 444-2570 eða helena.sturludottir@logreglan.is