12 Apríl 2007 12:00

Það er fátítt að lögreglumenn hafi afskipti af fólki með flugdreka en þó gerðist það í þessari viku. Um var að ræða karlmann sem var með flugdreka í Öskjuhlíðinni. Flugdrekinn var svo hátt á lofti að hann truflaði aðflug flugvéla að Reykjavíkurflugvelli. Maðurinn tók afskiptum lögreglu vel og tók niður flugdrekann. Hann sagðist jafnframt ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni sem af þessu skapaðist.