Góða skemmtun fyrir sumarið 2024 er ósk um að fólk skemmti sér vel á hátíðum sumarsins – og að þau sem standa að viðburðum tryggi með góðum undirbúningi og skipulagi að samkoman verði góð skemmtun þar sem öryggi gesta er í forgangi.

Dómsmálaráðuneytið, lögreglan og Neyðarlínan standa fyrir vitundarvakningunni.

Meginskilaboðin í vitundarvakningunni eru að góð skemmtun er örugg og ofbeldislaus. Slagsmál, ógnun, kynferðislegt ofbeldi og áreitni eiga aldrei að líðast. Skemmtanir sumarsins eru margar og fjölbreyttar. Líkurnar á afbrotum eru meiri á stærri viðburðum sem telja þúsundir manna og næturskemmtunum heldur en t.d. á litlum bæjarhátíðum að degi til með áherslu á menningu, matvæli, listmuni og vöfflukaffi. Ekki er þar með sagt að alvarleg atvik geti ekki allt eins komið upp á umfangsminni viðburðum, en líkur á afbrotum aukast eðli máls samkvæmt eftir því sem samkoman er fjölmennari

Ætíð skal hafa samband við 112 í neyð.

Hér fyrir neðan má nálgast góð ráð fyrir viðburðahaldara, sveitarfélög, foreldra, forsjáraðila og ungmenni,  og markaðsefni til að deila áfram til að auka líkur á öruggri og ofbeldislausri skemmtun.

Netborðar fyrir heimasíður viðburðahaldara

Efni fyrir útimiðla (LED skilti)

Góð ráð til viðburðahaldara

Góð ráð til foreldra og forsjáraðila

Góða skemmtun á 112.is


Nánari upplýsingar veitir:

Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra, eyglohardar@logreglan.is