Góða skemmtun er vitundarvakning um að fólk skemmti sér vel á viðburðum og skemmtunum – og að þau sem standa að skemmtunum tryggi með góðum undirbúningi og skipulagi að samkoman verði góð skemmtun þar sem öryggi gesta er í forgangi.

Lögreglan, Neyðarlínan  og fjöldi samstarfsaðila standa fyrir vitundarvakningunni og er verkefnið styrkt af dómsmálaráðuneytinu.

Áherslur í vitundarvakningunni hefur verið á skemmtanir á sumrin, skemmtanir í aðdraganda jóla og skólaskemmtanir.

Meginskilaboðin í vitundarvakningunni eru að góð skemmtun er örugg og ofbeldislaus. Slagsmál, ógnun, kynferðislegt ofbeldi og áreitni eiga aldrei að líðast. Skemmtanir eru margar og fjölbreyttar. Líkurnar á afbrotum eru meiri á stærri viðburðum sem telja þúsundir manna og næturskemmtunum heldur en t.d. á litlum viðburðum í góðra félaga hópi. Ekki er þar með sagt að alvarleg atvik geti ekki allt eins komið upp á umfangsminni skemmtunum, en líkur á afbrotum aukast eðli máls samkvæmt eftir því sem samkoman er fjölmennari

Ætíð skal hafa samband við 112 í neyð.

Góða skemmtun – sumar

Góða skemmtun – jól

Góða skólaskemmtun

————

Er skemmtunin með leyfi? Skemmtanir á vegum skóla þurfa á tækifærisleyfi að halda. Almenna reglan er að sækja þarf um tækifærisleyfi fyrir einstakar skemmtanir eða atburði sem fara fram utan veitinga- og gististaða í atvinnuskyni og kalla á eftirlit og/eða löggæslu. Þar má nefna útihátíðir, útitónleika, skóladansleiki og tjaldsamkomur.  Þó staður sé með rekstrarleyfi kallar það á tækifærisleyfi fyrir skólaskemmtanir ef börn og ungmenni taka þátt. 

Sýslumenn veita tækifærisleyfi og er sótt er um leyfi á island.is

Heimilt er að krefja leyfishafa um þann kostnað sem leiðir af aukinni löggæslu umfram venjubundna löggæslu á sama tíma. Getur leyfisveitandi krafist þess að sá kostnaður verði greiddur fyrirfram eða trygging sett fyrir greiðslu hans.


Nánari upplýsingar veitir:

Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra, eyglohardar@logreglan.is

Undirsíður