30 Júní 2020 21:00
Á morgun, miðvikudaginn 1. júlí, eru fyrirhugaðar ýmsar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu ef veður leyfir. M.a er stefnt á að fræsa og malbika hægri akrein á Kringlumýrarbraut til norðurs, á milli Engjateigar og Sundlaugavegar, frá kl. 9 – 15.30. Á morgun er einnig fyrirhugað að fræsa Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og verður veginum lokað á milli Vesturgötu og Flatahrauns frá kl. 11.30 – 16.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Vegagerðarinnar.