21 Júní 2023 08:50

Í dag verður unnið við malbikun á Karlabraut í Garðabæ, á milli Bæjarbrautar og Hofsstaðabrautar. Vinnan hefst um kl. 9 og stendur yfir fram eftir degi, en götukaflinn verður lokaður fyrir alla umferð á meðan. Og frá kl. 10 verður enn fremur unnið við malbikun á rampi frá Vífilsstaðavegi í Garðabæ niður að Reykjanesbraut til suðvesturs (í átt til Hafnarfjarðar). Götukaflinn verður lokaður fyrir alla umferð á meðan, þ.e. fram eftir degi.

Í kvöld og nótt er stefnt á að malbika Reykjanesbraut í Reykjavík, á milli Miklubrautar og Breiðholtsbrautar. Veginum verður lokað í suðurátt og hjáleið verður um Ártúnsbrekku, Suðurlandsveg og Breiðholtsbraut. Vinnan mun standa yfir frá kl. 19 – 5 í nótt.

Í kvöld og nótt er líka stefnt á að fræsa Suðurlandsveg meðfram Rauðavatni. Veginum verður lokað í norðurátt og hjáleið verður um Höfðabakka og Bæjarháls. Vinnan mun standa yfir frá kl. 19 – 4 í nótt.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.