26 September 2024 08:46
Akrein á Flatahrauni í Hafnarfirði til austurs, frá Álfaskeiði að FH-torgi, verður lokuð í dag frá kl. 9-14.30 vegna vinnu við hraðahindrun. Í dag eru einnig fyrirhugaðar framkvæmdir á Kópavogshálsi, en vegna malbiksviðgerða verður götunni fyrir framan bókasafnið lokað frá kl. 9-14. Um er að ræða akrein til suðurs, að Borgartorgi.