11 Júní 2025 08:52
Í dag til kl. 15 verða framkvæmdir á Hringbraut í Reykjavík, frá Njarðargötu og vestur úr. Þrengt verður að umferð á meðan og eru vegfarendur beðnir um að sýna tillitssemi og aka varlega framhjá vinnusvæðinu.
Og í kvöld frá kl. 19 og til miðnættis er stefnt á að fræsa Hafnarfjarðarveg framhjá gatnamótunum við Arnarnesveg í suðurátt. Kaflinn er um 720 m að lengd. Veginum verður lokað og hjáleið verður um Arnarnesveg og Reykjanesbraut. Einnig er stefnt á að fræsa Hafnarfjarðarveg, milli Arnarnesvegar og Vífilsstaðavegar, frá kl. 22 – 03 aðfaranótt fimmtudags. Kaflinn er um 630 m að lengd. Veginum verður lokað og hjáleið verður um Arnarnesveg og Reykjanesbraut.
Þá er áframhaldandi viðhaldsvinna í Hvalfjarðargöngum til 13. júní, eða á milli kl. 21 – 06. Fylgdarakstur er á meðan vinnu stendur. Ökumenn eru minntir á að aka varlega og sýna aðgát á vinnusvæðinu.