13 Ágúst 2012 12:00
Í fyrramálið, þriðjudaginn 14. ágúst, eru fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir á Mímisbrunni, Iðunnartorg. Í framhaldinu verður unnið við malbikun á kaflanum á milli Gefjunartorgs og Lambhagavegar. Byrjað verður um klukkan 9 og götuköflunum lokað um það leyti. Á morgun eru einnig fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir á Grensásvegi (austur), þ.e. á milli Skeifunnar og Ármúla. Byrjað verður um klukkan 9 og munu framkvæmdirnar standa fram eftir degi. Unnið verður á einni akrein í einu og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega um vinnusvæðið. Búast má við minniháttar umferðartöfum.
Þessu til viðbótar verða Hvalfjarðargöng lokuð vegna malbikunar annað kvöld, þriðjudaginn 14. ágúst, frá klukkan 21 og fram eftir nóttu.