10 Júní 2025 08:42

Í kvöld frá kl. 19 – 03 aðfaranótt miðvikudags er stefnt á að fræsa um 2 km kafla í suðurátt á Reykjanesbraut í Garðabæ, milli Arnarnesvegar og Kaplakrika. Þrengt verður niður í eina akrein og verður hjáleið um Arnarnesveg og Hafnarfjarðarveg.

Og í kvöld frá kl. 19 og til miðnættis er stefnt á að malbika 560 m. kafla á Reykjanesbraut í Garðabæ, frá afleggjara við Vífilsstaðaveg í norðurátt. Þrengt verður niður í eina akrein og verður hjáleið um hringtorg á Vífilsstaðavegi. Í kjölfarið, eða frá kl. 23 – 04 aðafaranótt miðvikudags, er stefnt á að malbika 400 m. kafla á Reykjanesbraut í Kópavogi, milli Arnarnesvegar og Fífuhvammsvegar. Þrengt verður niður í eina akrein og verður hjáleið um Bæjarlind og Fífuhvammsveg.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.