20 Júní 2024 12:56
Í dag, 20. júní, kl. 13 verður lokað einni akrein á Sæbraut til austurs frá gatnamótunum við Kringlumýrarbraut vegna framkvæmda, en þær munu standa til hádegis laugardaginn 22. júní. Akreininni sem er næst miðeyju verður lokað, en um er að ræða u.þ.b. 300 m kafla að gatnamótunum við Kirkjusand. Unnið verður til kl. 19 í kvöld og annað kvöld, en þá gert hlé til kl. 7 eða 8 morguninn eftir og verður akreinin þá opin á meðan vinnan liggur niðri.
Ökumenn eru beðnir um aka varlega, sýna tillitssemi og virða merkingar.