21 Ágúst 2019 19:30
Fimmtudaginn 22. ágúst er stefnt að því að fræsa og malbika aðra akreinina á Vesturlandsvegi, þ.e. frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg og áleiðis að hringtorgi við Lambhagaveg. Akreininni, sem liggur til suðvesturs í átt að Bauhaus, verður lokað og þrengt að umferð, en áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 9-18. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
Framkvæmdir voru á þessum stað í dag, en af þeim hlutust miklar umferðartafir í morgun. Umferðin í fyrramálið ætti hins vegar að ganga betur fyrir sig því að þá gildir heimild Vegagerðarinnar vegna verksins frá kl. 9, en ekki frá kl. 6 eins var í morgun með fyrrgreindum afleiðingum.