23 Júní 2025 13:54

Í kvöld frá kl. 19 og til miðnættis verður unnið að malbikunarframkvæmdum á Vesturlandsvegi í suðurátt og verður vegurinn lokaður frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg og að Víkurvegi. Hjáleið verður um Korpúlfsstaðaveg og Víkurveg.

Í kvöld frá kl. 23 og til kl. 5 aðfaranótt þriðjudags verður unnið að malbikunarframkvæmdum á um 750 m. kafla á Vesturlandsvegi í suðurátt framhjá Korputorgi. Hjáleið verður um Korputorg og Blikastaðaveg.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.