6 Mars 2025 15:45

English below

Framleiðsla ökuskírteina er hafin hjá Þjóðskrá. Í rúman áratug hafa íslensk ökuskírteini verið framleidd í Ungverjalandi en nú hafa ríkislögreglustjóri, sýslumenn og Þjóðskrá Íslands tekið höndum saman og unnið að því að færa framleiðslu ökuskírteina til Íslands.

Tilfærslan eykur þjónustu við almenning verulega þar sem biðtími eftir því að fá ökuskírteini fer úr þremur vikum að meðaltali í eina viku. Auk þess sem samskiptaleiðir styttast og ferlar verða einfaldari. Margir hafa beðið eftir ökuskírteini á meðan tilfærslunni stóð en gert er ráð fyrir að flestir fái ökuskírteinin sín um næstu mánaðamót.

Umsóknarferlið og upplýsingagjöf fyrir ökuskírteini hér á landi helst óbreytt og fer fram hjá sýslumönnum. Verkefnið er gott dæmi um hvernig ólíkar stofnanir geta unnið saman að bættri þjónustu, auknu öryggi og grænum skrefum.

———–

The production of driver’s licenses has begun at Registers Iceland. For over a decade, Icelandic driver’s licenses have been produced in Hungary. However, the National Commissioner of the Icelandic Police, District Commissioners, and Registers Iceland have collaborated to relocate the production to Iceland. 

This transition significantly improves services for the public, as the average waiting time for a driver’s license is reduced from three weeks to just one week. Additionally, communication channels are shortened, and processes become simpler. Many people have been waiting for their licenses during this transition, but most are expected to receive them by the end of the month.

The application process and information services for driver’s licenses in Iceland remain unchanged and continue to be handled by District Commissioners. This project is a great example of how different institutions can collaborate to enhance services, improve security, and take environmentally friendly steps.