27 Júní 2025 13:50

Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni sem grunaður er um að hafa stungið mann í Reykjanesbæ þann 20. júní sl. skuli framlengt um eina viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Árásarþoli hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og rannsókn málsins miðar vel áfram.