16 Október 2009 12:00

Fréttatilkynning frá Lögreglunni á Suðurnesjum

varðandi rannsókn á ætluðu mansali

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist í dag framlengingar á gæsluvarðhaldi þriggja Litháa sem taldir eru tengjast ætluðu mansali. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfuna og var gæsluvarðhald mannanna framlengt allt til miðvikudagsins 21. október n.k. kl. 16:00.

Rannsókn hefur leitt í ljós að ferðaskilríkið sem konan framvísaði er falsað og í dag gaf konan upp nafn og persónupplýsingar sem þarf að fá staðfestar frá yfirvöldum í heimalandi hennar. Konan er nú í  umsjá lögreglu.

Að öðru leyti getur lögreglan ekki tjáð sig frekar um rannsóknina á þessari stundu.