2 Október 2009 12:00

Allmargir ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæminu í gær en í grófustu brotunum var ekið á 40-50 km hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Einn þeirra sem var staðinn að hraðakstri var 17 ára piltur sem er nýbúinn að fá bílpróf. Í þokkabót var bíllinn hans búinn ónýtum dekkjum og því mildi að lögreglan skyldi stöðva för piltsins. Að venju fjarlægði lögreglan líka skráningarnúmer af nokkrum ökutækjum sem uppfylltu ekki ákvæði um skoðun eða voru ótryggð en ökumenn eru hvattir til að hafa þessa hluti í lagi. 

Af öðrum málum þar sem ökutæki komu við sögu má nefna að í gær var tveimur bílum stolið í borginni. Annar bíllinn er reyndar kominn í leitirnar en honum stal piltur um tvítugt. Hinn bíllinn er hinsvegar ennþá ófundinn.