2 Júlí 2025 14:43
Lykilaðilar íslenskra landamæra- og löggæslustofnana funduðu í byrjun vikunnar með fulltrúum Landamæragæslu Úkraínu (e. State Border Guard Service of Ukraine). Á fundinum sátu fulltrúar frá embætti ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol og fulltrúar frá dóms- og utanríkisráðuneytinu í gegnum fjarfundarbúnað en auk þeirra voru sendiherra Íslands í Póllandi og tengslafulltrúi Ísland hjá Frontex á fundinum sem fór fram í Kænugarði í Úkraínu.
Fulltrúar Úkraínu óskuðu eftir samtali við íslensk stjórnvöld til að efla samstarf milli landanna í málefnum landamæra. Sérstök áhersla var lögð á búnað og þjálfun við eftirlit á hafi, greiningarvinnu við skipulagðri brotastarfsemi – sér í lagi í tengslum við greiningu farþegaupplýsinga, og nýsköpun og nýtingu tækni við landamæravörslu. Ýmsir aðrir mögulegir samstarfsfletir varðandi landamæralöggæslu og landhelgisgæslur voru nefndir. Niðurstaða fundarins var að halda samtalinu áfram milli beggja aðila er snúa að mögulegu samstarfi.