12 Júlí 2018 09:40

Þann 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki.    Af því tilefni verður hátíðarfundur Alþingis haldinn á Þingvöllum 18. júlí n.k en þann dag var samningum um fullveldi Íslands lokið með undirritun sambandslaganna sem síðan tóku gildi 1. desember 1918.  Fundurinn hefst kl. 2 síðdegis. Nánar er sagt frá honum á vef Alþingis (Vefslóð hér)

Um þennan merka viðburð í sögu þjóðarinnar er fjallað á sérstökum vef, fullveldi1918.is (Vefslóð hér)

Á meðfylgjandi mynd og í meðfylgjandi skjali er að finna upplýsingar um umferðarskipulag í tengslum við fundinn.

tilkynning vegna umferðarstjórnunar