25 Júní 2025 12:57

Það var gestkvæmt á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík í gær, en þá komu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og föruneyti hennar í heimsókn. Þau fengu kynningu á starfsemi okkar, auk þess að skoða ýmsan búnað og tæki sem lögreglan notar við störf sín. Heimsóknin var hin ánægjulegasta og þökkum við dómsmálaráðherra og föruneyti hans kærlega fyrir komuna.