2 Október 2019 13:47

Það er jafnan gestkvæmt á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík, en þessa vikuna hafa tveir hópar alþingismanna litið þar við. Fyrst komu þingmenn frá Miðflokknum í heimsókn og svo þingmenn frá Samfylkingunni, en nú eru svokallaðir kjördæmadagar á Alþingi og þá eru þingmenn á ferð og flugi í kjördæmum sínum. Þingmennirnir fengu að sjálfsögðu góðar móttökur hjá lögreglunni enda gott til þess að vita að þeir sýni henni áhuga og fræðist um hennar mikilvægu störf.