4 Apríl 2016 14:00

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku, tveir í nágreni Ísafjarðar og tveir á sunnan verum Vestfjörðum sá sem hraðast ók var mældur á 115 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Fyrra óhappið varð á Steingrímsfjarðarheiði þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt.  Ökumaður fór á heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar.  Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni, seinna óhappið varð á Flateyrarvegi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt. Ökumaður kenndi sér eymsla í baki og var fluttur sem sjúkrabifreið á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði  til skoðunar.   Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.

Einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um meintan akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var tilkynnt um brotin hafi verið rúða í bifreið, aðfaranótt s.l. laugardags, sem stóð við Silfurgötu á Ísafirði, ekki er vitað um geranda.