3 September 2019 20:47

Vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna og fylgdarliðs hans á morgun, miðvikudaginn 4. september, verður lokað fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar, þ.e. á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar, frá hádegi og þar til síðdegis. Jafnframt má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu af sömu ástæðu. Lokun á fyrrnefndum hluta Sæbrautar á við um allar akreinar og í báðar akstursáttir. Hluta Borgartúns verður einnig lokað fyrir allri umferð meðan á heimsókn varaforsetans stendur.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi.