1 Júlí 2025 14:01

Rætt var við tæplega sextíu manns hér á landi í síðustu viku í tengslum við rannsókn írsku lögreglunnar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019. Jafnframt voru teknar formlegar skýrslur af fjörutíu og sex þeirra, en skýrslutökurnar voru á forræði og undir stjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undangenginni samþykktri réttarbeiðni. Vinnan við þetta gekk mjög vel fyrir sig, en írsku lögreglumennirnir héldu til síns heima um síðustu helgi. Í framhaldinu munu þeir vinna úr þeim upplýsingum sem var aflað, en rannsókn málsins er á forræði írsku lögreglunnar.

Við rannsókn málsins hefur verið kallað eftir upplýsingum frá almenningi og er það ítrekað hér, en þeim má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is