14 Október 2009 12:00

Þrjú innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Skartgripum var stolið úr húsi í Kópavogi og í Reykjavík höfðu þjófar á brott með sér tölvur og myndavél eftir að hafa brotist inn á tveimur stöðum í borginni. Tölvu var sömuleiðis stolið á menntastofnun í borginni og í Kópavogi hvarf taska úr bíl. Taskan fannst skömmu síðar sem og megnið af innhaldi hennar. Að venju komu einnig hnuplmál á borð lögreglu en nokkrir óprúttnir aðilir voru staðnir að verki í Smáralind og Kringlunni. Í flestum tilvikum höfðu þeir reynt að stela snyrtivörum.