7 Júlí 2010 12:00

Tölvum og úrum var stolið úr húsi í vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun og í hádeginu var farið inn um glugga á gistiheimili í miðborginni og rótað í töskum ferðamanna en ekki er ljóst hvort einhverju var stolið. Um svipað leyti var veski með greiðslukortum í stolið úr bíl í Garðabæ. Um miðjan dag handtók lögregla tvo karla á þrítugsaldri sem höfðu stolið síma í verslun í Árbæ. Síðdegis var tæplega tvítugur piltur tekinn fyrir þjófnað í verslun í Kópavogi og í gærkvöld var seðalveski stolið af manni sem var að horfa á knattspyrnuleik á vínveitingastað í borginni.