11 Nóvember 2021 14:43

Um kl. 13:21 varð jarðskjálfti á Suðurlandi sem mælar veðurstofu sýna að hafi verið 5,2 á að stærð.  Skjálftinn átti upptök sín í Vatnafjöllum.  Lögregla hefur rætt við ábúendur á nokkrum af þeim bæjum sem eru næst upptakasvæðinu og þar ber mönnum saman um að hafa fundið vel fyrir skjálftanum en ekkert tjón hafi orðið.  Lögregla ásamt verkefnisstjóra almannavarna á Suðurlandi mun funda með fulltrúum veðurstofu og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra kl. 15:00 um stöðuna.

Á heimasíðu almannavarna er að finna leiðbeiningar og fræðslu um viðbrögð við jarðskjálftum, m.a. fyrir börn