30 Janúar 2012 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjár kannabisræktanir í sama húsinu í Garðabæ í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði sem hefur verið breytt í íbúðir. Samtals var lagt hald á tæplega 300 kannabisplöntur og auk þess 250 grömm af marijúana. Ræktanirnar voru mjög fullkomnar en ein þeirra var með fullvaxnar plöntur tilbúnar til niðurskurðar. Starfseminni var jafnframt mjög haganlega fyrir komið á þessum þremur stöðum í húsinu og greinilegt að töluvert hefur verið í það lagt í íbúðunum.

Upphaf málsins má rekja til upplýsinga sem bárust um kannabislykt á svæðinu en nákvæm staðsetning lá ekki fyrir. Lögreglumenn náðu þó að þrengja hringinn og höfðu uppi á manni um þrítugt en af honum mátti finna kannabislykt. Marijúanalauf á gangi stigagangs var önnur vísbending en fyrrnefndur maður reyndist síðan hafa lykavöld að öllum þeim rýmum í húsinu þar sem kannabisræktun var að finna. Maðurinn játaði aðild sína að málinu.