14 Júní 2010 12:00

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. Júní næstkomandi eftir húsleitir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag. Gerð var húsleit í verslun í austurborginni og fannst þar munn- og neftóbak sem bannað er að selja hér á landi, lyfsöluskyld lyf og þýfi. Þá var gerð húsleit á fjórum öðrum stöðum og í þeim aðgerðum fannst mikið magn af munn- og neftóbaki, lyfsöluskyldum  lyfjum, lítilsháttar af fíkniefnum og nokkrar milljónir í peningum.