21 Janúar 2025 08:36
Könnun á reynslu landsmanna af afbrotum, öryggi íbúa og viðhorfi til lögreglu var lögð fyrir landsmenn 18 ára og eldri í júní 2024. Könnuninni var skipt í þrjá þætti með spurningum er snúa að :
- Reynslu landsmanna af afbrotum
- Öryggi íbúa, og þar var m.a. spurt um öryggi í eigin hverfi og í miðbæ Reykjavíkur
- Viðhorfi til lögreglu; t.d. aðgengi, sýnileika og hvort/hvernig var leitað til lögreglu
Niðurstöðum er skipt í tvær skýrslur. Annars vegar skýrslu fyrir allt landið, þar sem svör eru greind eftir lögregluumdæmum og hins vegar skýrslu fyrir höfuðborgarsvæðið, þar sem svör eru greind eftir hverfum innan höfuðborgarsvæðisins.
Í niðurstöðum kemur m.a. fram að 90% landsmanna töldu sig frekar eða mjög örugga þegar þeir voru einir á ferli í sínu hverfi eða byggðarlagi í myrkri. Þegar litið er nánar á niðurstöður eftir kyni má sjá að 87% kvenna töldu sig frekar eða mjög öruggar og 92% karla. Þá taldi yngsti aldurshópurinn (18-25 ára) sig síst öruggan, eða 81% þeirra sem tilheyrðu þeim aldurshóp.
Þá kemur einnig fram í niðurstöðum að um 2,4% urðu fyrir líkamlegu ofbeldi, og 2,3% landsmanna fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi. Um 65% tilkynntu líkamlega ofbeldið til lögreglu, en um 10% kynferðisofbeldið.
Nánar má sjá um niðurstöður hér:
Allt landið
https://www.gallup.is/data/questions/ge2tmmzy/?view_id=geytinjt&
Höfuðborgarsvæðið
https://www.gallup.is/data/questions/ge3temrs/?view_id=geytinrx&
Og einnig á ytri vef:
Reynsla almennings af afbrotum og viðhorf til lögreglu (Þolendakönnun) | Lögreglan
Nánar um rannsóknina:
Netkönnun lögð fyrir af Gallup
Úrtak: Handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup, landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri
Stærð úrtaks: 4.482
Lögð fyrir 7. júní til 4. júlí 2024
Svarhlutfall: 49%
Gögn voru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs, menntunarstigs og búsetu