8 Júní 2017 15:51

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag leggja fram kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir fimm körlum og einni konu, sem grunuð eru um aðild að aðför að manni sem leiddi til dauða hans. Fólkið var handtekið í gærkvöld eftir að tilkynning barst lögreglu um alvarlega líkamsárás í Mosfellsdal. Sá sem fyrir árásinni varð, karlmaður um fertugt, var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn. Rannsóknin málsins, sem er mjög umfangsmikil, er í algjörum forgangi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.