5 Ágúst 2016 13:40

Nítján ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. ágúst að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en það var gert á grundvelli almannahagsmuna. Pilturinn er grunaður um tvö kynferðisbrot, annað á höfuðborgarsvæðinu en hitt á Suðurnesjum. Hann hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Rannsókn málsins miðar vel.