20 Nóvember 2020 14:42

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Reykjavík í gær og lagði hald á mikið magn af fíkniefnum, en um var að ræða um þrettán hundruð kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Við húsleit var einnig lagt hald á nokkuð af vökva, sem grunur leikur á að sé landi. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á vettvangi og færður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.