15 Apríl 2025 08:06

Ríkislögreglustjóri hefur gefið út nýtt fréttabréf,  Landamæragreining, sem fjallar um þróun og stöðu mála á landamærum Íslands.

Bréfið verður gefið út ársfjórðungslega og byggir á nýjustu gögnum sem ríkislögreglustjóri, lögregluembættin og aðrir löggæsluaðilar hafa tekið saman og er ætlað að greina og veita innsýn í stöðuna á landamærum Íslands og Schengen.

Helstu atriði í fréttabréfinu eru:

  • Loftlandamæri
    • Nýjustu gögn um fjölda umsókna um alþjóðlega vernd
    • Nýjustu gögn um frávísanir á landamærum
    • Nýjustu gögn um mansalstilkynningar á landamærum
  • Sjólandamæri
    • Nýjustu gögn um fjölda skipafarþega
    • Nýjustu gögn um skipakomur til landsins
  • Alþjóðafréttir
    • Nýjustu gögn um óreglulega för yfir landamæri Evrópu frá Frontex
    • Umfjöllun um heimsókn framkvæmdastjóra Frontex til landsins

Fréttabréfin má finna undir útgefið efni hér á vefnum.

Nánari upplýsingar veitir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra,  helena.sturludottir@logreglan.is.