8 September 2024 08:04
Lögreglan var með sýnilega löggæslu við hátíðarsvæðið og var mikill mannfjöldi samankominn.

Ein líkamsárás var tilkynnt á einum af skemmistöðum bæjarins. Enginn handtekinn vegna árásarinnar en teljum okkur hafa upplýsingar um geranda.

Tveir aðilar gista fangageymslur vegna ölvunar á almannafæri en annar þeirra verður jafnframt kærður fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumönnum en viðkomandi kýldi tvo lögreglumenn í andlitið.

Talsverð ölvun var á ungmennum. Lögreglan hafði afskipti af þeim og hringdi í foreldra í samstarfi við barnavernd.

Heilt yfir hefur Ljósanótt gengið vel.