11 Janúar 2025 18:38

Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 3 í nótt og til kl. 8 í fyrramálið (aðfaranótt sunnudags), en spáð er hvassri suðaustanátt og rigningu með talsverðum leysingum og álagi á fráveitukerfi. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.