3 Mars 2019 17:25

Björgunarsveitir luku leitarverkefnum við leit að manni sem fór í Ölfusá að kvöldi 25. febrúar s.l. um kl. 15:30 í dag án þess að leitin bæri árangur.  Svæðisstjórn björgunarsveita á Svæði 3 mun funda með lögreglu um framhaldið eftir helgina en fyrir liggur að framkvæma fjölgeislamælingu í farvegi árinnar neðan Ölfusárbrúar við fyrsta tækifæri til að reyna að staðsetja bifreið mannsins.    Alveg er óljóst um árangur af slíkri mælingu enda áin straumþung og loftbólur í henni en hvorutveggja takmarkar mjög getu þeirra tækja sem þarf í þessa aðgerð.

Lögregla og aðstandendur mannsins vilja þakka björgunarsveitum og viðbragðsaðilium öllum mikið og óeigingjarnt starf við leitina