3 Mars 2023 21:24

Leit Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára, hefur enn engan árangur borið, en henni var hætt þegar nokkuð var liðið á kvöldið og birtuskilyrði fóru þverrandi. Leitinni verður framhaldið á morgun.

Við leitina í dag, en þungamiðja hennar var á og við Álftanes, naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar og nálægt 150 björgunarsveitarmanna. Við sögu komu drónar, þyrla, kafarar og spor- og víðavangsleitarhundar svo fátt eitt sé nefnt.