15 Nóvember 2010 12:00

Karl á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hefur játað að hafa ráðist á karl um sextugt í húsi í Þingholtunum síðdegis í gær. Árásin átti sér stað á heimili þess síðarnefnda en árásarmaðurinn og árásarþolinn eru tengdir fjölskylduböndum. Kona á þrítugsaldri var einnig handtekin í tengslum við rannsókn málsins en henni hefur verið sleppt úr haldi.