27 Janúar 2025 20:27
Nýlega var lagt hald á MDMA (ecstasy) töflur á leið til landsins en við rannsókn á töflunum kom í ljós að þær innihéldu tvöfalt meira magn MDMA en meðaltalsstyrkur haldlagðra efna hefur verið. Þessar töflur eru kallaðar „Punisher“ og eru rauðbleikar á litinn. Lögregla hefur einnig upplýsingar um að sambærilegar bláar töflur séu seldar hérlendis en þær kunna að vera enn sterkari.
Þá hefur lögreglan orðið vör við falsað lyf sem selt er sem Xanax . Virka efnið í Xanax er Alprazolam en hinar fölsuðu pillur innihalda í raun efnið Flualprazolam. Til rannsóknar er dauðsfall hér á landi þar sem grunur leikur á að inntaka á lyfinu hafi leitt til þess. Þær fölsuðu Xanax pillur sem lögreglan hefur lagt hald á hér á landi voru gular að lit.
Þess ber að geta að útlit bæði MDMA og Xanax taflna getur verið mismunandi.