30 September 2024 15:35

Á ársfundi Orkustofnunar sem haldinn var í Hofi á Akureyri var hvatakerfi um orkuskipti bifreiða ríkisstofnana hleypt af stokkunum. Lögreglan á Vesturlandi fékk á þá viðkenningu fyrir árangur í orkuskiptum bílaflota embættisins.  Við fengum ,,Silfurdekkið“ sem er fyrir að vera komin upp fyrir 60% hreinorku en embættið er nú að aka um 80% á hreinorku og því stutt í ,,Gulldekkið“ sem veitt er fyrir 90% árangur.

Hafþór Ingi Þorgrímsson, varðstjóri, tók við viðurkenningunni fyrir hönd lögreglustjórans á Vesturlandi.