
Lögreglan á Austurlandi birti stefnumörkun í fyrsta sinn fyrir árið 2020. Um tilraunaverkefni var að ræða.
Lykilmarkmið embættisins var að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa. Stefnan tók mið af því markmiði. Áhersla var meðal annars lögð á aukinn sýnileika, markvissari greiningu gagna og upplýsingamiðlun, aukin samvinna við íbúa og lykilstofnanir og áhersla á innra starf, þar á meðal samvinnu deilda lögreglu og stöðva.
Tölur úr þolendakönnun embættis Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2020 og viðhorfskönnun félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir sama ár benda til að lögregla sé á réttri braut. Að því sögðu eru breytingar á stefnu þessa árs því smávægilegar og markmiðin sömuleiðis.
Með útgáfu og kynningu á stefnumörkuninni er leitast við að styrkja starfsemi lögreglu, gera vinnu hennar og markmið sýnilega íbúum og auka samstarf og skilning þar á milli.
Helstu tölur lögreglu fyrir árið 2020 má finna hér í fylgiskjali þar sem þær eru bornar að markmiðum og áætlunum sem settar voru það ár.
Lögreglan stefnir að aukinni þjónustu við íbúa með markvissum aðgerðum til fækkunar brota og slysa. Þannig nái hún því lykilmarkmiði að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa og þeirra sem starfa og dvelja í umdæminu.
Lögreglan telur að með áherslu á innra starf með viðvarandi umbótavinnu, sem og með
megi enn auka gæði löggæslunnar og þjónustu við íbúa og ná þeim markmiðum sem að er stefnt.
Að lögreglan á Austurlandi verði ávallt tilbúin að takast á við þau verkefni sem upp kunna að koma af styrk, fagmennsku og innan tímamarka þannig að þjónusta hennar verði hnökralaus og af bestu gæðum.
Lögregla lítur á það sem forgangsatriði að tryggja samvinnu við lykilstofnanir og hagsmunaðila. Þar er átt við stjórnendur sveitarfélaga á svæðinu, félagsþjónustu og barnavernd en einnig slökkvilið í ljósi aðstæðna og nátturvár hvers konar, Landsbjörg og Veðurstofu sem og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), Vegagerð og Rauða krossinn.
Þá stefnir hún að virku samstarfi og samtali við íbúa á svæðinu, til að mynda með útgáfu stefnumörkunar sem þessarar og reglulegra upplýsingamiðlunar um stöðu mála á heimasíðu lögreglu, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.
Lögregla stefnir að því að auka upplýsingamiðlun til starfsmanna þannig að þeir verði á hverjum tíma vel upplýstir um það sem efst er á baugi bæði innan stofnunar og utan. Hún stefnir og að efldri þjálfun og menntun starfsmanna þannig að þeir verði ávallt tilbúnir að takast á við þau verkefni er upp koma.
Leiðarljós í samskiptum er virðing, trúnaður, kurteisi og heiðarleiki.
Umferðarmál
Stefnt er að því að fækka umferðarslysum með sýnileika lögreglu á völdum stöðum og tímum og með beinum afskiptum. Áhersla verði lögð á að ná niður hraða þar sem þess er þörf en ekki síður á öryggismál eins og vanrækslu á notkun öryggisbelta, notkun snjalltækja við akstur og lögbundna skoðun ökutækja. Þá er áhersla lögð á að upplýsa á heimasíðu meðal annars og á samskiptamiðlum um verkefni lögreglu.
Fíkniefnamál
Stefnt er að því með öflugri greiningarvinnu að auka eftirlit og afskipti vegna fíkniefnabrota og efla þannig forvarnir. Þá er stefnt að áframhaldandi markvissri notkun fíkniefnaleitarhunds embættisins hvort heldur við landamæraeftirlit eða á öðrum stöðum þar sem grunur leikur á broti.
Útlendingamál
Stefnt er að öflugu eftirliti með dvalar- og atvinnuréttindum útlendinga, með vinnustaðaeftirliti meðal annars auk öflugs landamæra- og öryggiseftirlits í tengslum við ferjusiglingar.
Heimilisofbeldi
Stefnt er að aukinni kynningu á samstarfsverkefni lögreglu og sveitarfélaga um aðgerðir vegna heimilisofbeldis. Í því felst meðal annars að upplýsa hvaða aðstoð þolendum og gerendum stendur til boða. Það verði til að mynda gert á samfélagsmiðlum lögreglu og sveitarfélaga sem og í landshlutablöðum og miðlum.
Lögreglan stefnir að því að kynna megin niðurstöður er varða þróun brota og valinna verkefna sem nefnd eru í kafla sex hér að framan, á heimasíðu lögreglu, samfélagsmiðlum og fjölmiðlum í byrjun næsta árs.
Lögregla mun og freista þess í ársbyrjun 2022 að hitta samstarfsaðila með það að markmiði að fara yfir og bæta það sem betur má fara og efla það sem vel er gert. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu í febrúar.
Þá mun umbótahópur, sem allir starfandi lögreglumenn á svæðinu heyra til, koma saman eigi síðar en í janúar á næsta ári og rýna stefnumörkunina með það að markmiði að meta hvernig til tókst og ákveða næstu skref.
1) Þjónusta – öryggi
a) Markmið var sett um að hlutfall þeirra sem telja lögreglu skila góðu starfi verði ekki undir 85%.
i) Niðurstaðan var 97%
b) Markmið var sett um að hlutfall þeirra sem telja sig mjög eða frekar örugga í umdæminu verði ekki undir 90%.
i) Niðurstaðan var 99%
c) Markmið var sett um að hlutfall íbúa sem sjá lögreglumann eða lögreglubíl á sínu svæði oftar en einu sinni í viku verði ekki undir 55%.
i) Niðurstaðan var 73,8%
2) Samstarf
a) Stefnt var að markvissu samstarfi við stofnanir á svæðinu og félagasamtök
i) Vegna COVID á síðasta ári var samstarf við sveitarfélög, HSA og Rauða krossinn afar þétt. Áttatíu og fimm fundir voru haldnir í aðgerðastjórn fjórðungsins vegna COVID með þessum stofnunum og tuttugu og átta í almannavarnanefnd. Það samstarf á eftir að skila sér í öðrum samstarfsverkefnum þessara aðila
3) Greining og skráning brota og verkefna
a) Hegningarlagabrot
i) Stefnt var að fækkun hegningarlagabrota um um 3% miðað við meðalfjölda brota síðastliðin fimm ár.
(1) Hegningarlagabrotum fjölgaði um 8% miðað við meðalfjölda brota síðastliðin fimm ár. Þeim fækkaði hinsvegar frá síðasta ári um 15%.
b) Umferðarslys / umferðalagabrot
i) Stefnt var að fækkun umferðarslysa með auknum sýnileika og afskiptum, þar á meðal að leggja aukna áherslu á öryggismál eins og vanrækslu á notkun bílbelta, notkun snjalltækja við akstur og lögbundna skoðun ökutækja.
(1) Slysum fækkaði um 43% miðað við meðalfjölda slysa síðastliðin fimm ár. Slysum fækkaði frá síðasta ári um 17%. (Slysum hefur farið fækkandi tvö ár í röð, frá 2018 til 2020.)
c) Heimilisofbeldismál
i) Gert var ráð fyrir fjölgun skráðra heimilisofbeldismála með aukinni kynningu lögreglu og sveitarfélaga til íbúa um samstarfsverkefni þessara aðila og aukna þjónustu og aðstoð til þolenda og gerenda
(1) Skráðum brotum í tengslum við heimilisofbeldi fjölgaði um 270% frá meðaltali síðustu fimm ára og frá síðasta ári um 136%. (Tiltölulega fá brot sem um ræðir og því geta hlutfallstölur verið háar.) Sambærilegar tölur félagsþjónustu sveitarfélaganna Fjarðabyggðar og Múlaþings, hafa hinsvegar ekki farið upp að sama skapi. Má því gera ráð fyrir að nákvæmari skráning þessara mála hjá lögreglu kunni að skýra í það minnsta hluta af fjölguninni.
d) Frumkvæðislöggæsla
i) Umferðarlagabrot
(1) Skráðum umferðarlagabrotum fækkaði um 1% miðað við árið 2019. Þeim fjölgar hinsvegar um 29% miðað við meðalfjölda brota síðastliðin fimm ár. (Skráðum umferðarlagabrotum á landsvísu fækkar um 26% milli áranna 2019 og 2020. Heimild Bradabirgdatolur-2020_GB.pdf (logreglan.is).)
(a) Kærum vegna vanrækslu á notkun bílbelta fjölgaði frá árinu 2019 um 80%. Þeim fjölgaði einnig sem meðaltal síðustu fimm ára um sama hlutfall, 80%
(b) Kærum vegna farsímanotkunar fjölgaði frá árinu 2019 um 152%. Þeim fjölgaði einnig sem meðaltal síðustu fimm ára um 423%.
(c) Númeraafklippum fjölgaði frá árinu 2019 um 13%. Þeim fækkaði hinsvegar sem meðaltal síðustu fimm ára um 27%.
ii) Fíkniefnabrot
(1) Gert var ráð fyrir fjölgun fíkniefnabrota með öflugri greiningarvinnu og aukinni notkun fíkniefnaleitarhunds meðal annars.
(a) Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði sem meðaltal áranna 2015 til 2018 en fækkaði um 45%frá árinu 2019. Þeim fækkaði sem meðaltal brota árin 2015 til 2019 um 7%. (Fíkniefnamál voru óvenju mörg árið 2019 í samanburði og tengist útihátíðum það ár.)
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Ekið á álft -förum varlega !
Lögregla fékk í gærmorgun tilkynningu um dauða álft á Upphéraðsvegi í Fellum við bæinn Kross innan við Fellabæ. Svo virtist sem skotgat væri á höfði hennar. Um atvikið var m.a. fjallað í fjölmiðlum.
Ökumaður gaf sig fram við lögreglu seinnipartinn í gær og kvaðst hafa ekið á álft á þessum slóðum í gærmorgun. Honum láðist hinsvegar að tilkynna atvikið á þeim tíma.
Vegna rannsóknar málsins og gruns um skotáverka var dýralæknir í gær fenginn til að meta hvað orðið hafi álftinni að aldurtila, en um friðaðan fugl er að ræða. Hans niðurstaða eftir skoðun var að áverkar væru þess eðlis að ekið hafi verið á hana.
Lögregla vill vegna þessa atviks árétta við ökumenn að þeir gæti að hraða ökutækja sinna og hugi þannig meðal annars að öryggi dýra við veg. Vísar hún þar meðal annars til fréttar er hún sendi á vef lögreglu þann 9. maí síðastliðinn um ástæður þess að dýr safnast gjarnan við vegi landsins á þessum árstíma. Þörf lesning og brýn með vísan til þess sem í gær gerðist. (Sjá hér: Ökum varlega – gætum að dýrum á og við veg | Lögreglan (logreglan.is) )
... Sjá meiraSjá minna
Umferðarslys í apríl á Austurlandi – hraðaeftirlit lögreglu
Eitt umferðarslys er skráð hjá lögreglunni á Austurlandi í aprílmánuði síðastliðnum. Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni vegna hálku og vinds á leið um Fagradal og endaði utan vegar. Ökumaður var einn í bifreiðinni og fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.
Þrettán umferðarslys eru nú skráð fyrstu fjóra mánuði ársins í fjórðungnum en voru sjö á sama tíma í fyrra.
Lögregla hvetur af því tilefni ökumenn til að fara varlega og gæta sérstaklega að hraða ökutækja sinna, nú þegar aðstæður batna með hækkandi sól. Hún mun gera sitt til að vera sýnileg í umferðinni hvort heldur utanbæjar eða innan og hvetja ökumenn þannig til aðgæslu í hvívetna. Hún stefnir og að því næstu fjórar vikur að sinna hraðaeftirliti á tilteknum stöðum í samræmi við fyrirfram ákveðið skipulag á vegarköflum þar sem slys eru tíð eða hraði of mikill. Hún mun kynna það hvar hún verður hverju sinni í samræmi við stefnu og markmið um sýnileika. Eftirlitið byrjar formlega á mánudag klukkan átta að morgni og verður á Háreksstaðaleið, í Langadal og Víðidal. Það mun standa frá klukkan átta að morgni til tvö eftir hádegi og verður svo fram haldið á þriðjudag á sömu vegarköflum á sama tíma. Næstu eftirlitsstaðir verða kynntir á þriðjudag.
Munum að gæta að okkur í umferðinni þannig að allir komist heilir á leiðarenda, hvort heldur menn eða málleysingjar.
... Sjá meiraSjá minna
Varðstjóri lögreglu ráðinn á Vopnafirði.
Skipuriti lögreglunnar á Austurlandi var nýverið breytt með það að markmiði að styrkja embættið og almenna stjórnun þess á norðvestursvæði umdæmisins. Í breytingunni fólst að sett var í nýja stöðu varðstjóra á Vopnafirði frá og með 1. maí síðastliðnum að undangenginni auglýsingu, en slík stjórnunarstaða var ekki fyrir á svæðinu.
Í stöðuna var ráðinn Hjörtur Davíðsson lögreglumaður. Hjörtur hefur starfað sem lögreglumaður á Austurlandi með starfsstöð á Vopnafirði frá árinu 2010. Hjörtur á fjölbreyttan feril að baki, starfað m.a. sem lögreglumaður í Keflavík og rannsóknarlögreglumaður í upplýsinga- og eftirlitsdeild lögreglunnar í Reykjavík og síðar í ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Hjörtur fékk ráðningarbréf sitt afhent í gær með formlegum hætti og var myndin hér að neðan tekin við það tilefni. Hirti er óskað velfarnaðar í nýju hlutverki og hjartanlega til hamingju með ráðninguna.
Talið frá vinstri; Hjalti Bergmar Axelsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Hjörtur Davíðsson og Margrét María Sigurðardóttir lögreglustjóri
... Sjá meiraSjá minna
Til hamingju frændi
Innilegar hamingjuóskir og akkurat réttur maður í starfið
Til hamingju Hjörtur😚
Hamingjuóskir 🌹🌹
Til hamingju 😃
Til hamingju!!!
Innilega til hamingju💐
Hamingjuóskir Hjörtur 🌹
Hamingjuóskir
Til hamingju Hjörtur, þetta hefðir þú átt að vera búinn að fá fyrir löngu, en vel gert yfirmenn á Austurlandi.
Til hamingju félagi 💪
Til hamingju
Til hamingju
Toppmaður, til hamingju
Innilega til hamingju :)
Innilegar hamingjuóskir
Til hamingju Hjörtur og takk fyrir kveðjuna.
Hamingjuóskir.
Til hamingju
Til hamingju
Til hamingju
Til hamingju vinur
Til hamingju Hjörtur!
Til hamingju 👍
Til hamingju Hjörtur