Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Launastefna LRH

Launastefna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu styður við framkvæmd mannauðsstefnu og heildarstefnu embættisins. Þar er lögð áhersla á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda. Launastefnu er ætlað að styðja við framkvæmd stefnu á þann hátt að embættið laði að sér og haldi í hæft starfsfólk sem unir hag sínum vel hjá embættinu.

Launastefnan tekur til alls starfsfólks embættisins og hefur stuðning af jafnlaunastefnu embættisins. Hún kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja að öllu starfsfólki séu greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf svo sem kveðið er á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og öðrum lögum er snúa að launajafnrétti.

Að tryggja launajafnrétti er eitt áhersluatriða jafnréttisáætlunar embættisins. Í jafnréttisáætlun eru settar fram aðgerðir til að tryggja launajafnrétti.

Launaákvarðanir skulu vera gagnsæjar og málefnalegar og í samræmi við kjara- og stofnanasamninga embættisins. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á launasetningu sem og þær kröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfs í starfslýsingu. Starfslýsingar skulu vera til fyrir öll störf þar sem fram koma allir meginþættir starfsins og kröfur um menntun, þekkingu, hæfni og þá ábyrgð sem í starfinu felst. Mikilvægt er að launasetning og launaþróun sé hvetjandi og sanngjörn og tryggt sé að starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Telji starfsmaður sig ekki vera rétt raðaðan í launum getur viðkomandi óskað eftir að laun verði rýnd á grunni gildandi kjara- og stofnanasamninga og gildandi verklagsreglna jafnlaunakerfis LRH og ákvæða laga nr. 150/2020 og annarra laga er snúa að jafnri stöðu kynja.

Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu LRH. Mannauðsstjóri er fulltrúi lögreglustjóra í að framfylgja stefnunni.

Launastefnan er yfirfarin reglulega en heildarendurskoðun fer fram samhliða endurskoðun jafnréttisáætlunar.

Samþykkt af yfirstjórn LRH þann 20.október 2022.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

❗Það vantar blóð! Auka opnun í dag, föstudag, hjá Blóðbankanum!Opið til 19.00 í dag 30.11.2023 ... Sjá meiraSjá minna

❗Það vantar blóð! Auka opnun í dag, föstudag, hjá Blóðbankanum!

5 CommentsComment on Facebook

Ég er O- 67 ára fór í fleygskurð vegna frumubreytinga 26 ára. Er ekki á neinum lyfjum ? Viljið þið fá mig.

Ók hélt að þetta væri hann 😁

Lappa upp á ímyndina.

Hér er hægt að kommenta en ekki á færsluna: "Konan sem lýst var eftir hefur verið handtekin. Lögregla þakkar veitta aðstoð"

Ekki gæðablóð fyrst löggan er að auglýsa

View more comments

Hér er fyrsta myndband af fjórum í jóladagatali Samgöngustofu🎄 ... Sjá meiraSjá minna

1 CommentComment on Facebook

Hér er hægt að kommenta en ekki á færsluna: "Konan sem lýst var eftir hefur verið handtekin. Lögregla þakkar veitta aðstoð"

Konan sem lýst var eftir hefur verið handtekin. Lögregla þakkar veitta aðstoð ... Sjá meiraSjá minna

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram