
Launastefna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu styður við framkvæmd mannauðsstefnu og heildarstefnu embættisins. Þar er lögð áhersla á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda. Launastefnu er ætlað að styðja við framkvæmd stefnu á þann hátt að embættið laði að sér og haldi í hæft starfsfólk sem unir hag sínum vel hjá embættinu.
Launastefnan tekur til alls starfsfólks embættisins og hefur stuðning af jafnlaunastefnu embættisins. Hún kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja að öllu starfsfólki séu greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf svo sem kveðið er á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og öðrum lögum er snúa að launajafnrétti.
Að tryggja launajafnrétti er eitt áhersluatriða jafnréttisáætlunar embættisins. Í jafnréttisáætlun eru settar fram aðgerðir til að tryggja launajafnrétti.
Launaákvarðanir skulu vera gagnsæjar og málefnalegar og í samræmi við kjara- og stofnanasamninga embættisins. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á launasetningu sem og þær kröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfs í starfslýsingu. Starfslýsingar skulu vera til fyrir öll störf þar sem fram koma allir meginþættir starfsins og kröfur um menntun, þekkingu, hæfni og þá ábyrgð sem í starfinu felst. Mikilvægt er að launasetning og launaþróun sé hvetjandi og sanngjörn og tryggt sé að starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Telji starfsmaður sig ekki vera rétt raðaðan í launum getur viðkomandi óskað eftir að laun verði rýnd á grunni gildandi kjara- og stofnanasamninga og gildandi verklagsreglna jafnlaunakerfis LRH og ákvæða laga nr. 150/2020 og annarra laga er snúa að jafnri stöðu kynja.
Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu LRH. Mannauðsstjóri er fulltrúi lögreglustjóra í að framfylgja stefnunni.
Launastefnan er yfirfarin reglulega en heildarendurskoðun fer fram samhliða endurskoðun jafnréttisáætlunar.
Samþykkt af yfirstjórn LRH þann 20.október 2022.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
„Vegir okkar allra, upplýsingasíða fyrir almenning um innleiðingu stjórnvalda á nýju kerfi sem styður fjármögnun vegakerfisins, hefur verið uppfærð í samræmi við frumvarp fjármála- og efnahagráðherra um kílómetragjald sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.
Hvað er kílómetragjald og hvaða áhrif hefur það á almenning? Svör við þessum spurningum og mörgum öðrum auk almennra upplýsinga um kílómetragjald og uppfært kolefnisgjald er að finna á upplýsingasíðunni Vegir okkar allra.“ (stjornarradid.is)
Mynd: stjornarradid.is
... Sjá meiraSjá minna
12 CommentsComment on Facebook
www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/03/19/Vegir-okkar-allra-Upplysingar-fyr...
Megið troða þessum kílometragjaldi lengst uppi þið vitið hvert
Það fer ekki króna af þessu kílómetragjaldi í vegina . Þetter bara enn eitt ránið sem er auglýst undir röngum formerkjum . og ef bifreiðagjöldin okkar og bensínskatturinn færu og hefðu alltaf farið í vegakerfið okkar þá værum við með eitt af bestu vegakerfum í heiminum ! þessir þingmannaræflar mega taka þessar lygar og kjaftæði og troðið því uppí rassgatið á sér ! Helvítis spilling alltaf hreint hér á æðstu stöðum og Við erum RÆND fyrir það .
Þarf ekki kvörðun á þau mælitæki sem notuð eru til skattlagningar? Sbr þungaskatt?
Að gefnu tilefni vill Vegagerðin benda á að þar sem unnið er að tvöföldun Reykjanesbrautar eru í gildi hraðatakmarkanir, sem vegfarendur er beðnir um að virða. Á framkvæmdasvæðinu er 70 km/klst, en á svæðinu frá Hafnarfirði vestur fyrir Straum er 50 km/klst og 30 km/klst um hjáleið um Straumsvík. ... Sjá meiraSjá minna
4 CommentsComment on Facebook
Á sirka 90 % af leiðinni er þetta ekki vinnusvæði .vinnusvæðið er einhver staðar langt út í hrauni og af hverju er verið að taka hraðann niður þar sem ekkert verið að vinna ?
Eru ekki allar mömmur að sinna konuverkum td vaska upp og elda mat?
Hún er í „innivinnu“ ekki „útivinnu“! :)
pabbi má fokka sér
Blóðgjöf er lífgjöf. ... Sjá meiraSjá minna
Þetta efni er ekki í boði sem stendur
Þetta gerist yfirleitt vegna þess að eigandinn deildi innlegginu einungis með takmörkuðum hópi fólks, breytti hver getur séð innleggið eða því hefur verið eytt.0 CommentsComment on Facebook