Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Launastefna LRH

Launastefna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu styður við framkvæmd mannauðsstefnu og heildarstefnu embættisins. Þar er lögð áhersla á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda. Launastefnu er ætlað að styðja við framkvæmd stefnu á þann hátt að embættið laði að sér og haldi í hæft starfsfólk sem unir hag sínum vel hjá embættinu.

Launastefnan tekur til alls starfsfólks embættisins og hefur stuðning af jafnlaunastefnu embættisins. Hún kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja að öllu starfsfólki séu greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf svo sem kveðið er á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og öðrum lögum er snúa að launajafnrétti.

Að tryggja launajafnrétti er eitt áhersluatriða jafnréttisáætlunar embættisins. Í jafnréttisáætlun eru settar fram aðgerðir til að tryggja launajafnrétti.

Launaákvarðanir skulu vera gagnsæjar og málefnalegar og í samræmi við kjara- og stofnanasamninga embættisins. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á launasetningu sem og þær kröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfs í starfslýsingu. Starfslýsingar skulu vera til fyrir öll störf þar sem fram koma allir meginþættir starfsins og kröfur um menntun, þekkingu, hæfni og þá ábyrgð sem í starfinu felst. Mikilvægt er að launasetning og launaþróun sé hvetjandi og sanngjörn og tryggt sé að starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Telji starfsmaður sig ekki vera rétt raðaðan í launum getur viðkomandi óskað eftir að laun verði rýnd á grunni gildandi kjara- og stofnanasamninga og gildandi verklagsreglna jafnlaunakerfis LRH og ákvæða laga nr. 150/2020 og annarra laga er snúa að jafnri stöðu kynja.

Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu LRH. Mannauðsstjóri er fulltrúi lögreglustjóra í að framfylgja stefnunni.

Launastefnan er yfirfarin reglulega en heildarendurskoðun fer fram samhliða endurskoðun jafnréttisáætlunar.

Samþykkt af yfirstjórn LRH þann 20.október 2022.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Að venju var sitthvað að fást við á helgarvaktinni á höfuðborgarsvæðinu, en tuttugu og tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu. Tilkynnt var um níu líkamsárásir, þar af tvær alvarlegar, og þá var farið í fjögur útköll vegna heimilisofbeldis. Nokkuð var líka um þjófnaðarmál í verslunum, auk þess sem brotist var inn í þrjá söluturna og tvær bifreiðar. Átta umferðarslys voru enn fremur tilkynnt til lögreglu um helgina. ... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Takk fyrir ykkar góðu störf. Gott að ná að stöðva þesss 22 sem voru að keyra en áttu ekki að vera það. Frábært að vita af ykkur við störf kæra lögreglufólk. Bestu kveðjur til ykkar

Takk takk fyrir ykkar gòða starf

Þið eruð til sóma. Ber endalausa virðingu fyrir ykkur og ykkar störfum

Gott að vita.Rétt viðbrögð geta skipt sköpum fyrir okkur öll og sérstaklega fyrir þau sem við erum að hlúa að, þegar við erum í forgangsakstri.

Kíkið endilega á þessi einföldu skilaboð 👇👇🚑🚒
... Sjá meiraSjá minna

Gott að vita.

Comment on Facebook

Ætti að kenna í ökuskóla að þegar sjúkrabíll og fl keyra í forgangsakstri og um er að ræða tvær akreinar i sömu átt ættu bílar að fara til hliðar svo bíll í forgangsakstri kemst í gegnum miðjuna en ekki sikk sakkandi vegna þess að bílstjórar vita ekki hvernig eigi að bregðast við :)

Ef ég er úti á þjóðvegi sem ég er mjög oft þá myndi ég ekki gefa stefnuljós til hægri ef það væri bíll að koma á móti sem bílstjóri í forgangsakstri sér kannski ekki, þvert á móti gæfi ég stefnuljós til vinstri svo hann færi ekki fram úr við svoleiðis aðstæður, einnig ef það er blindbeygja fyrir framan. En ef allt er öruggt þá á þetta vel við sem kemur fram.

Ég lenti einmitt einu sinni í því að fá sjúkrabíl á eftir mér sem var með ljósin á en settti svo sírenuna. Kantur of hár fyrir bílinn,svo ég varð að keyra að næstu gatnamótum sem var stutt í sem betur fer. En það sem mér leið illa að geta ekki vikið strax. Mætti kannski skoða suma kanta í borginni með þetta í huga 💞

Einmitt þetta hefur oft valdið mér smá áhyggjum í Þrengslunum í umferðinni, takk fyrir þessa ábendingu 🚙

Seg mér eitt, afhverju eruð þið ekki með aðgang að hátölurum í bíl eins og á Spáni og Þýskalandi, allt í einu kom sírenuhlóð úr hátölörunum, því ég tók ekki eftir sjúkrabílnum beint fyrir aftan mig, ég færði mig strax.., það var enginn fyrir aftan mig, hliðin á mér, morgunumferð, ég held hann hafi bara verið að láta mig vita, hvernig þeir gera hlutina...sem var virkilega flott.

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram